Frá Strönd á Barðaströnd,
blasir Snæfellsjökull við
í allri sinni höfðinglegu tign;
í gærkvöldi var sýn til hans
einstaklega skír.
Maður þakkar bara pent
fyrir sig og þetta magnaða
sjónarspil á fögru sumarkvöldi.
Það er líkt og ljós ljómi í
fjallinu og geisli langt út
frá sér og umvefji þá sem
á horfa.
Leiðir hugann að frásögnum
dulskyggnra af ljósum í fjöllum.
Ein þeirra og sem eitt sinn bjó
hjá Snæfellsjökli, taldi sig oft sjá
ljós í fjöllum þar--hafði verið
skyggn frá unga aldri og snemma
talið sig sjá ljós í fjöllunum heima--.
Þetta var sjáandinn og hug-
læknirinn, Margrét J. Thorlacíus,
frá Öxnafelli í Eyjafirði, (1908-1989).
En þar bjó hún lengst af ævinnar.
Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri
á Akureyri, ritaði um hana tvær
bækur, Skyggna konan, sem
út komu hjá bókaútgáfunni
Fróða, snemma á sjöunda
áratug síðustu aldar.
Margrét fór sálförum, m.a. í
draumum, og sá aðra heima,
fólk og dýr, og fjarlæga staði.
Lék sér við huldubörn lítil,
að sögn.
En efst í huga hennar, var þó
löngunin til að lækna og lina
þjáningar samferðafólksins.
Hún bað þess innilega að
öðlast lækningagáfu og fór
svo að framliðinn læknir að
nafni Friðrík, tók að fylgja henni.
Hún eignaði honum sín
læknisverk en margir leituðu
til hennar eftir bót meina sinna;
á langri ævi, starfaði hún
áratugum saman sem huglæknir.
Margrét segir frá hrifningar-
ástandi sem hún upplifði
þegar hún bað þess að öðlast
gáfu til þess að lina og lækna:
Ég gekk upp fyrir bæinn og
sá regnbogann í litskrúði sínu.
Mér hafði verið sagt að menn
gætu óskað sér einhvers
ef þeir kæmust undir enda
regnabogans.
Þar sem hún sat á þúfu,
féll hún í leiðslukennt ástand,
sá þá fagurt, dásamlegt litróf
allt í kringum mig. Fannst ég
komin undir enda regnbogans
og eiga óskastund.
Varð Margréti að ósk sinni
og helgaði sig þjónustu við
þjáða upp frá því.Og kom fólk
til hennar úr Eyjafirðinum og
víðar að eftir aðstoð.
Við upphaf ferðar okkar frá Akureyri
á Snæfellsnes og Barðaströndina,
voru allt í einu nokkrar dumbrauðar
og nýútsprungnar Engjarósir,
líka nefndar Blóðsóleyjar og
Kóngshattar, mættar í garðinn
heima morguninn sem lagt
var af stað, háar og tignarlegar.
Kannski tókum við ekki eftir
þeim þarna á milli runna
áður en þær blómstruðu...
Engjarósir eru algengar í
Eyjafirðinum en ekki verið áður
í garðinum heima:
getum okkur þess til að þær séu
ættaðar af slóðum Margrétar
en sláttumaðurinn okkar
tengist Öxnafelli og kann að
hafa borið fræ plöntunnar
með sér í Fjólugötugarðinn!
Spennandi að fylgjast með
hvernig þær dafna í nýjum
heimkynnum í sumar!
#
|