Forsíđa   

 21.12.2025
 Vetrarsólstöđur viđ rćtur Kerlingar - skuggavarpiđ og leiđarhnođiđ



Hæst fjalla á Norðurlandi í byggð,
er Kerling vestan Eyjafjarðarár,
um 1542 m að hæð, gerð úr
blágrýti en ljósu líparíti efst.

Frá hásléttunni á toppnum,
er einhver fegursta og besta
útsýn sem um getur á Fróni,
yfir allt Norður- og Austurland
og með jöklasóleyjar við fótmálið:


Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull,
Herðubreið, Snæfell, Dyrfjöll;
Tröllaskaginn og fjöllin á
Holtavörðuheiði sjást vel
í góðu skyggni, svo dæmi
séu tekin.

Ekki amaleg sýn; mættum
minna okkur á heiðríkjuna,
muna oftar að horfa
upp og láta okkur svífa
um þessi undursamlegu
víðerni þó ekki sé nema
í vökudraumi eða draumi
nætur; þau víðfemustu,
ósnortnustu í Evrópu: 
látum ekki taka þau
af okkur si sona!





Kerling skartar sínu fegursta 
í dag á Vetrarsólstöðum þegar
við stoppum við rætur hennar
stutt frá Hólshúsum og Grund,
á leið í sólarátt nú þegar
sólin hefur nýverið sest
og sjónarspil sólstöðu 
tekur við á suðvesturhimni 
kl. 15.03.
Sjálfur hringdansinn á
himinhvolfinu þegar
sólin hverfist um sjálfa sig.

Kærkomið að dag taki 
að lengja og skammdegið
að hopa; sólargangur rétt
rúmir 3 tímarnir undanfarið.



Látum ekki skuggavarp 
litllausrar dægurmenningar 
og hringekju misvísandi
fjölmiðlunar og staðnaðs
stjórnmálaþrass heima
og heiman, byrgja okkur 
sýn á það sem okkur ber 
að varðveita og virða 
í heimi hér.



Þrátt fyrir það hvernig allt 
veltist og snýst, heldur
Jörðin sinni rás áfram
meðal himintunglanna.
Það birtir á ný og hænufetið
er býsna drjúgt.
Ekki má gleymast að 
mannkynið er að ná árangri
í mikilvægum málum á
heimsvísu eins og hvað
snertir barnaþrælkun,
fátækt og heilsugæslu,
morð og mæðradauða.



En, já, það er kúnst að lifa
af andlega í nútímanum
þegar stanslaust dynja á
sál og sinni, hamfaratíðindi
af ólgu og upplausn hér
heima og um víða veröld.
Veröld flestra er skekin til
og hrist upp í fastmótaðri
heimsmynd. Ótti og kvíði
eykst í daglegri tilvist:
stríðsótti, hamfarakvíði,
loftslagsótti, afkomukvíði,
heilsukvíði.
Börn drepin eins og ekkert 
sé af vifirringum á
valdastólum hér og þar.



En sama hvað, umvefjandi
mannkærleikur og ræktun 
mennskunnar, meðlíðan -
(compassion), er ljós 
í myrkrinu, leiðarhnoðið.

Meðlíðan og manngæska...



#








Síđasta frétt 1 2 3  4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 281 282 283 284 285 286 287 288 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA