Forsíđa   

 17.06.2025
 Friđmannsins draumaland á bak viđ hafiđ...




Mildir júnídagar og kærkomnir
og nú á Sautjándanum léttir
til seinni partinn eftir vætu 
morgunsins.
Nýr dagur og fagur við
yzta haf á friðmannsins
draumalandi:



Og þessi blettur, öllum frjáls og fagur,
friðmannsins draumaland á bak við hafið,
bauð fyrstu gestum einverunnar unað,
ósnortið land og gróðurskrúði vafið;
þögn þess var ofin eflarniði og lindar, 
ilmreyr í skógi, hvönn í gili og mó
og friðarhöfn á hvítalygnum vogi
hverjum er langveg fór um krappan sjó.



Svo orti skáldið Guðmundur Böðvarsson
frá Kirkjubóli, (1904-1974), í
Þjóðhátíðarljóði 1974.
En Guðmundur var afkastamikið
skáld og þýðandi og stundaði
búskap meðfram heima á
Kirkjubóli í Hvítársíðu í Borgarfirði.

Silja Aðalsteinsdóttir, rithöfundur,
bókmenntafræðingur og þýðandi, 
tók saman merka bók um ævi og störf
Guðmundar, Skáldið sem sólin kyssti,
og út kom hjá Hörpuútgáfunni
árið 1994. En fyrir bókina hlaut hún
Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.

Bók Silju tengir við heiti fyrstu
ljóðabókar Guðmundar Kyssti mig sól,
sem út kom árið 1936 og
naut mikilla vinsælada.
Alls urðu ljóðabækurnar tíu og
að auki ein þýdd að ótöldum
fjölmörgum greinum um þjóðmál ofl.

Í þessu merka bókverki Silju,
kemur margt fram um ævi
og ættir Guðmundar sem
varpar ljósi á skálda-og 
æviferil hans; lífsljóðið hans. 

Silja gerir m.a. grein fyrir lífshlaupi
langömmu Guðmundar, 
Margrétar Þorláksdóttur sem fædd
var í Haukadal í Dölunum í byrjun 
19. aldar en flutti ung kona í 
Borgarfjörðinn og náði 40 ára aldri. 

Silja kallar Margréti
hina miklu skáldaformóður
í Borgarfirði
Orð að sönnu: 
Margrét var nefnilega langamma
þriggja þjóðþekktra skálda
hér á landi á 20. öld: 

þjóðskáldsins Halldórs Laxness; 
Sefáns Jónssonar, barnabókahöfundar,
og áðurnefnds skáldmögurs,
Guðmundar Böðvarssonar.




Leiðir hugann að formæðrum 
þessa lands, hvunndagshetjunum,
og alls þess sem þær lögðu á sig 
til þess að koma börnum sínum
til þroska þrátt fyrir óblíð kjör.
Í raun hreint ótrúlegt að þær 
hafi einfaldlega lifað af sjálfar.



Við sem nú lifum á tímum
heimtufrekjunnar og alls kyns
yfirgangs í mannheimi, eigum
sannarlega þeim sem gengnir 
eru, margt að þakka. 
Gleymum ekki landinu sem
hefur fóstrað okkur; megi það
halda áfram að vera
friðmannsins draumaland.

Gleymum ekki að þakka
skáldunum okkar eins og 
Guðmundi Böðvarssyni fyrir
skáldverk hans og þýðingar.
Án hans hefðum við t.a.m.
í uppvextinum ekki haft 
aðgang að þýðingum
hans á 12 kviðum hins
Guðdómlega gleðileiks
Dante Alighieri:



Og líkt og mæta allir punkti einum,
við öxul geislar hjóls á vegi förnum,
svo lukti um mig sú ást, er höndum hreinum

heldur á sól og jörð og öllum stjörnum.



#











1  2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA