Forsíđa   

 01.07.2025
 Ljós í fjöllum: Snćfellsjökull og draumsýnir Margrétar frá Öxnafelli



Frá Strönd á Barðaströnd,
blasir Snæfellsjökull við
í allri sinni höfðinglegu tign;
í gærkvöldi var sýn til hans
einstaklega skír.
Maður þakkar bara pent
fyrir sig og þetta magnaða
sjónarspil á fögru sumarkvöldi.
Það er líkt og ljós ljómi í
fjallinu og geisli langt út 
frá sér og umvefji þá sem
á horfa. 


Leiðir hugann að frásögnum 
dulskyggnra af ljósum í fjöllum. 
Ein þeirra og sem eitt sinn bjó 
hjá Snæfellsjökli, taldi sig oft sjá
ljós í fjöllum þar--hafði verið 
skyggn frá unga aldri og snemma
talið sig sjá ljós í fjöllunum heima--.
Þetta var sjáandinn og hug-
læknirinn, Margrét J. Thorlacíus,  
frá Öxnafelli í Eyjafirði, (1908-1989).
En þar bjó hún lengst af ævinnar.

Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri 
á Akureyri, ritaði um hana tvær
bækur, Skyggna konan, sem 
út komu hjá bókaútgáfunni 
Fróða, snemma á sjöunda 
áratug síðustu aldar. 





Margrét fór sálförum, m.a. í
draumum, og sá aðra heima,
fólk og dýr, og fjarlæga staði.
Lék sér við huldubörn lítil,
að sögn.

En efst í huga hennar, var þó
löngunin til að lækna og lina 
þjáningar samferðafólksins.
Hún bað þess innilega að 
öðlast lækningagáfu og fór
svo að framliðinn læknir að 
nafni Friðrík, tók að fylgja henni.
Hún eignaði honum sín
læknisverk en margir leituðu
til hennar eftir bót meina sinna;
á langri ævi, starfaði hún 
áratugum saman sem huglæknir.

Margrét segir frá hrifningar-
ástandi sem hún upplifði 
þegar hún bað þess að öðlast 
gáfu til þess að lina og lækna: 



Ég gekk upp fyrir bæinn og 
sá regnbogann í litskrúði sínu. 
Mér hafði verið sagt að menn 
gætu óskað sér einhvers
ef þeir kæmust undir enda
regnabogans.
Þar sem hún sat á þúfu, 
féll hún í leiðslukennt ástand, 
sá þá fagurt, dásamlegt litróf 
allt í kringum mig. Fannst ég 
komin undir enda regnbogans
og eiga óskastund. 

Varð Margréti að ósk sinni
og helgaði sig þjónustu við 
þjáða upp frá því.Og kom fólk 
til hennar úr Eyjafirðinum og
víðar að eftir aðstoð.



Við upphaf ferðar okkar frá Akureyri
á Snæfellsnes og Barðaströndina,
voru allt í einu nokkrar dumbrauðar
og nýútsprungnar Engjarósir
líka nefndar Blóðsóleyjar og 
Kóngshattar, mættar í garðinn 
heima morguninn sem lagt
var af stað, háar og tignarlegar.
Kannski tókum við ekki eftir
þeim þarna á milli runna
áður en þær blómstruðu...

Engjarósir eru algengar í 
Eyjafirðinum en ekki verið áður
í garðinum heima:
getum okkur þess til að þær séu
ættaðar af slóðum Margrétar
en sláttumaðurinn okkar 
tengist Öxnafelli og kann að 
hafa borið fræ plöntunnar
með sér í Fjólugötugarðinn!
Spennandi að fylgjast með
hvernig þær dafna í nýjum
heimkynnum í sumar!



#









Síđasta frétt 1 2  3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 61 62 63 64 65 66 67 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 97 98 99 100 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 141 142 143 144 145 146 147 148 149 150 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 191 192 193 194 195 196 197 198 199 200 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 221 222 223 224 225 226 227 228 229 230 231 232 233 234 235 236 237 238 239 240 241 242 243 244 245 246 247 248 249 250 251 252 253 254 255 256 257 258 259 260 261 262 263 264 265 266 267 268 269 270 271 272 273 274 275 276 277 278 279 280 281 282 Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA