Forsíđa   
 04.04.2021
 Páskar - eldar ţróunar og djúpur draumheimur - án verđmiđaPáskar enn á ný við ysta haf leiða
hugann að því sem ekki er hægt
að setja verðmiða á. En.... :
mannveran hrífst af verðgildi og
verðmiðum hégómleikans eins og
þegar safnarar á 19. öld fóru um
lönd og álfur að leita fágætra og
senn útdauðra tegunda. Allt í lagi
þó tegundir væru uppstoppaðar...

Gott dæmi en sorglegt þar um
er síðasti geirfuglinn í Eldey við
Reykjanes, sá síðasti í heiminum.

Fuglinn sem gat ekki flogið, nefnir
Gísli Pálsson, mannfræðiprófessor,
merka bók um þessa aldauðu tegund.
Bók Gísla kom út hjá Forlaginu sl.
haust og var tilnefnd til íslensku
bókmenntaverðlaunanna.
En síðasti geirfuglinn var drepinn í
Eldey í júníbyrjun 1844, sérpöntun
erlendis frá; þeir voru raunar tveir
þessir síðustu geirfuglar af álkuætt
sem þarna var gengið að. Ófleygir,
spakir og lágu vel við höggi...

Geirfugl hafði verið ofveiddur öldum
saman víða við strendur Norður-
Atlantshafsins, þ.m.t. Ísland,
Grænland og Kanada.
Veiddir til matar og eggjatöku;
allt nýtt svo sem fiður og fjaðrir í fatnað,
beinin jafnvel brennd sem eldiviður.Íslendingar eignuðust sinn nútíma
geirfugl á uppboði í London árið 1971
eftir landssöfnun og var hann lengst af
í umsjón Náttúrufræðistofnunar Íslands
en er nú varðveittur hjá Náttúruminjasafni
Íslands sem hefur sýningaaðstöðu í Perlunni.
Árið 2009 setti stofnunin á laggirnar
athygliverða og fjölsótta sýningu í
Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu,
nú Safnahúsið, til þess að minnast
100 ára sögu hússins og Náttúrugripa-
safnsins sem þar var lengi hýst.
Nefndist sýningin Að spyrja Náttúruna -
Saga Náttúrugripasafnsins og var í
ritstjórn og umsjón þáv. forstöðumanns
Upplýsingadeildar Náttúrufræðistofnunar,
Ingibjargar Birtu Sig. Bjargar, dýrafræðings
og vísindamiðlara.
En hún hefur lengi unnið að stjórnun
verkefna hjá Skuggsjá.
Skipaði geirfuglinn sérstakan heiðurs-
sess á sýningunni í Safnahúsinu
og er ekki að undra að hann vekti
mikla eftirtekt ungra sem aldinna.
Tignarlegur og fagur; gat orðið allt
að 70cm að hæð og 5 kg. að þyngd.


Eldey geymir bæði líf og leyndardóma.
Enn í dag eru þar einhverjar stærstu
súlubyggðir í heimi sem m.a. má
þakka friðun eyjarinnar árið 1940.
Talið er að árlega verpi þar um
14-16 þúsundir súlupara.
Eyjan var gerð að friðlandi 1974.

Þessi þverhnípti móbergsdrangi
út af Reykjanestá, skammt frá
Höfnum, minnir líka á nauðsyn
þess að læra á umhverfi okkar
og að umgangast það af
virðingu í samvinnu við og
í vináttu við aðrar tegundir
og lífsform. Viðhafa aðgát.

Eldey minnir á ægikrafta þróunar
og viðsjár í Náttúrunni, elda á
Reykjanesi í gegnum aldirnar.
Hættulegust eru sprengigos í sjó
sem hafa komið upp af og til
í jarðsögunni; eitt slíkt varð
á miðöldum sem olli bæði
mannskaða, að talið er, og
falli búsmala allt í Borgarfjörð.
Brennisteinsgufur, koltvísýringsgas
og gosgjóskan varasöm.

Eyjan myndaðist í kringum
1210 til 1211 en nokkru fyrr
höfðu orðið tvö gos í sjó undan
Reykjanesi. Á næstu 570 árum
komu a.m.k. sjö gos í sjó svo
vitað sé til á þessum slóðum.
Og tvö möguleg gos í sjó á 19. öld,
annað við Geirfuglasker, 1879.

Vonum það besta nú og að
mildi sé áfram yfir nýhafinni
og sögulegri gosvirkninni
á Reykjanesi - í Geldingadölum.


Það hefur lengi verið vitað að:
djúpur er draumheimur, og segir
í fornritum vorum frá trú forfeðranna
á drauma og reynslu þeirra af þeim
til leiðsagnar í vökulífinu.
Segir Landnámabók t.a.m. frá draumi
Björns, sonar Molda-Gnúps Hrólfssonar,
landnámsmanns í Grindavik.
Í draumnum birtist Birni bergbúi
sem bauð honum gagnkvæmt
félag þar sem þeir skyldu líta til með
högum hvor annars. Gekk Björn að
þessum kostum og fórst uppfrá því
vel með allt sitt. Hafur mætti til geita
hans og bar það ríkulegan ávöxt og
efnaðist Björn vel. Var hann eftir það
nefndur Hafur-Björn. Í Landnámabók
segir ennfremur að landvættir hafi
fylgt Birni til þings en bræðrum hans
til veiða og fiskjar, þeim Þórði og Þorsteini.
(Sögðu svo skyggnir einstaklingar,
ófreskir, þess tíma).

Í skjaldarmerki Grindavíkur er svartur hafur...

Eldar Reykjaness birtast í ýmsu,
bæði bókstaflega og táknrænt:
ein ástkærasta söngkona þjóðarinnar,
Elly Vilhjálms (1935-1995), bar raunar
nafnið Eldey! Henný Eldey Vilhjálmsdóttir.
Fædd og uppalin í Höfnum á Reykjanesi
með sjálfa Eldeyna þar skammt undan.
Reykjanesið er sannarlega magnað
bæði fyrr og nú --brú milli heima og
heimsálfa--; þar er alþjóðaflugvöllurinn.
Nú mun söngur Ellyjar óefað hljóma
um veröld víða í nýjustu seríunni af
hinum vinsælu þáttum Grey's Anatomy.
Þar syngur hún lag Eyjamannanna
Ása í Bæ og Oddgeirs Krisjánssonar,
Ég veit þú kemur.

Megi okkur auðnast að feta vegina til góðs
í þeim viðsjám sem nú blasa við í heiminum.
Í kvikmyndinni 79 af stöðinni sem gerð
var eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar,
rithöfundar, (1926-2000), syngur Elly
ljóð Indriða um vegina sem liggja til allra
átta við lag Sigfúsar Halldórssonar,
(1920-1996):
Vegir liggja til allra átta,
á þeim verða skil,
margra er þrautin þungra nátta
að þjást og finna til
og bíða þess að birti á ný
og bleikur morgunn rísi.
Nú strýkur blærinn stafn og þil
stynjandi í garðsins hrísi.
#


Meira >>
 21.03.2021
 Reykjanesiđ - Ísólfur á Skála - og eldar ţróunar


Nú hefur Reykjanesið skolfið
svo um munar í rúmar 3 vikur
uns nokkurt hlé varð, eins konar
upptaktur að gosi í Geldingadal.
Gamla fólkið talaði gjarnan um
sérstakt logn í náttúrunni sem
undanfara eldgosa: nú fer að gjósa.
Og þótt lítið sé gosið að svo stöddu,
er næg innistæða elds á svæðinu.
Nýtt tímabil þróunar í jarðsögunni,
kann nú að vera að hefjast og sem
ekki sér fyrir endann á. Mikil mildi
er yfir þessari byrjun og megi svo
verða áfram.

En hver var hann þessi Ísólfur á Skála
sem Geldingadalur tengist að líkindum?
(Landnámsjörðin Skáli eða Ísólfsskáli,
er um 10 km austur af Grindavík, stutt
frá Suðurstrandarvegi og í hættu, renni
hraun frekar í Nátthaga í suðurátt).
En trúlega er dys Ísólfs þó ekki þarna,
miðað við nýjustu athuganir og kallar
það á frekari umfjöllun út frá örnefnaskrá.
Þegar þessari spurningu er velt upp,
kemur í huga annar landnámsmaður
austfirskur, sonur Bjólfs á Seyðisfirði.
Ísólfur sá var talinn ættfaðir Seyðfirðinga.
Merkilegt hve þessir stóru atburðir
í Náttúrunni--gosið nú og aurskriðurnar
á Seyðisfirði í desember--á síðustu 3
mánuðum, tengjast þessum landnáms-
mönnum og sama sterka nafninu!
Ísólfur fyrir ís-úlfur. Úlfur gjarnan kenndur
eldi og sólu. Vel færi á að kalla nýja
hraunið Ísólfshraun.Ýmsir draumar hafa gengið í vetur
af umbrotum í náttúrunni og eins af
tveim fornmönnum...
Vorjafndægur 2021 munu seint
renna úr minni við fagurt sjónarspil
eldtungnanna í Geldingadal/Geldingadölum
hvar áðurnefndur Ísólfur landnámsmaður
á Skála, var talinn dysjaður;
Ísólfur vildi hvíla í grösugum dalnum
þar sem geldingar hans höfðu unað
hag sínum vel, segir í Landnámu.
Þessi lýsing Landnámu af geldingum
hans í grösugum dal, leiðir hugann
að ásýnd og landkostum Reykjaness
við landnám: lýst sem hlunnindamiklu,
grösugu og kjarrivöxnu.
Voru þar a.m.k. 6 landnám, gjafir
Ingólfs Arnarsonar til vina og ættingja.
Eitt þeirra kom í hlut landnámskonunnar
Steinunnar gömlu, sem fékk land milli
Rosmhvalaness að Kvíguvogabjörgum
í Vogastapa en svæðið þar austar og
að Hvassahrauni, eftirlét hún Eyvindi,
frænda sínum og fóstra.
Steinunn útbjó ermalausa yfirhöfn,
svokallaða heklu, til handa
Ingólfi að launum. Snjöll formóðir
okkar Íslendinga og úrræðagóð!


Við uppgröft síðustu ára á Reykjanesi,
hefur komið í ljós að margt bendir
til landnáms mun fyrr á Reykjanesi en
hið sögulega landnám Íslands byggir á.
Og er þá miðað við að etv. hafi aðrar
þjóðir átt sér útstöðvar á Reykjanesi
og sótt í auðlindir þar, fisk, hvallátra og
bjargfugl og verðmætar rostungstennur.
Örnefnið Rosmhvalanes er talandi tákn
þessa tíma, rosmhvalur fyrir rostungur
en rostungstennur voru hinar mestu
gersemar og dýrmætur gjaldmiðill
öldum saman í Evrópu og víðar.

Reykjanesið endurspeglar deiglu
drauma og vona í aldanna rás og
skrifar sögu þróunar tíma og rúms,
á skáhöllum flekaskilum heimsálfa;
býr enn yfir sínum leyndarmálum
en líka hættum, háska: vá.
Þar fyrirfinnast allar tegundir
eldstöðva, jarðhiti, hverir og
laugar og ýmsar bergtegundir,
algengastar eru móberg og basalt.

Hraunið í Geldingadölum er basalthraun
og gæti ekki hafa komið upp á betri stað
þarna á hásléttunni í djúpu dalverpi
þar sem basalthraun nálægt byggð
getur runnið langar vegalengdir.

Talandi um landnám Steinunnar gömlu 
og Eyvindar, Kvíguvoga, síðar Voga,
og Vatnsleysuströndina, þá áttu fornu
stórbýlin og úvegsjarðirnar,
Stóra-Vatnsleysa og Minni-Vatnsleysa,
öldum saman víðfem lönd uppeftir.
Eins og fjölmörg örnefni úr landi
Vatnsleysujarða, bera með sér,
þá hefur hraun flætt þar víða: eldvörp,
gíghólar, fell, sprungur, hryggir, nafir.


Landið á Reykjanesi er nú víða
örfoka og illa farið og landbrot
mikið. Ágangur manna og elda, vatns
og sjávar í aldanna rás, segir til sín.
Kjarr og hrís hafði verið  ágæt búbót
fyrr á öldum; var hrísskattur t.a.m.
greiddur árlega til Bessastaða.
Nú er hrísið horfið en hugmyndir um
Suðurnesjaskóga komnar á dagskrá:
birki gæti dafnað á þessum slóðum
og færi vel í landslaginu.

Síðustu gos á Reykjanesi eru talin
frá því um 1240 og því tæp 800 ár
frá því síðast gaus og þar til nú.
Sú sviðsmynd sem blasti við í
jarðfræðikerfi Reykjaness við landnám,
og fyrstu aldirnar á eftir, er gjörólík
því sem nú er og þarf að taka
stórar breytingar inn í jöfnuna
þegar reynt er að sjá fyrir mögulegar
sviðsmyndir í nútímanum varðandi
bæði jarðskjálfta og eldhræringar.
Í dag er Reykjanesið ekki einungis
eldbrunnið heldur líka vatnssósa og
má segja að mörg svæði þar hvíli á
samblandi af ferskvatni og sjó.
Þar segir gljúpur berggrunnur til sín
og sérstæð jarðsaga skagans.
Er vatnsstreymið neðanjarðar við Straumsvík
t.d. talið á við dágott árstreymi daglega.
Móbergsfjallið Keilir rís í miðju landslaginu
og stendur allt af sér, er enn í dag viðmið
fyrir svo margt og enn er hann viti sjómanna
varðandi það að miða út fiskimið, bæði
á Faxaflóa og sunnan Grindavíkur.
Keilir varð til á ísöld við gos undir jökli.
Nyrðri endi kvikugangsins sem tók að myndast
í vetur, er ekki langt frá Keili--á þessum slóðum
varð stóri jarðskjálftinn 5.4 á Richter þann
24. febrúar sl.-- en á kvikuganginum
til suðurs, opnaðist sú sprunga sem
nú gýs svo tignarlega úr í
Geldingadal/Geldingadölum.

Fyrir okkur nútímafólkið er það að berja
Reykjanesið augum og sjá fjöll og fell
í hrauninu og bláa þríhyrninginn, Keili,
rísa í landslaginu, við heimkomu
erlendis frá, ættjörðin sjálf, land elds
og ísa. Ísland er land þitt!


Blár þríhyrnigur
blasir héðan við
einstakur mjög
á eldbrunnum skaga:
gamli Keilir
sem kælir sjón mína, og herðir.

Pýramídi í auðninni
engum reistur!


(Hannes Pétursson; 1931-).#
Meira >>
 28.02.2021
 Líkn og griđ svefnsins: nćturljóđ og dagljóđ


Næturljóð og dagljóð hljóma þeim sem
leggja við hlustir frá öldum himinvakans.
Tónskáldið Chopin samdi fjölmörg
píanóverk sem fanga þennan djúpa
andblæ, s.s. Næturljóð, og sem Dalaskáldið
Jón frá Ljárskógum, (1914-1945), einn stofnanda
MA-kvartettsins, samdi sitt næturljóð við.
Þar er ort um frið draumsins og grið svefnsins
þegar sorg og harmur er annars vegar:
Kom ljúfa nótt, sigra sorg og harm,
svæf mig við þinn barm,
svæf - draumsins frið og gef mér grið.
Góða nótt.
Í kófinu hafa menn gert sér æ betri
grein fyrir mikilvægi svefnsins og góðra
næturhvílda fyrir sál og líkama.
Á sér grunn í svefnbyltingu síðustu ára
en fyrst og fremst í vitneskju aldanna.
Og margir tala nú um aukið draumflæði og
betra minni á drauma sína sem fylgja
þeim inn í daganna streð, leiðbeina og styrkja.
Við þurfum nægan og góðan svefn til þess
að takast á við þroskaverkefni okkar
og áskoranir daganna. Nú er t.a.m. betri
skilningur á, að áður en farið er í meðferðir
á sálrænum meinum, þurfi fyrst að ráða bót
á svefnvanda sem iðulega er undanfari
og/eða fylginautur þeirra.
Einn er sá geðlæknir íslenskur sem var
frumkvöðull að því að lækna og líkna
og stuðla að bættri umönnun geðsjúkra,
og sem margir telja fyrirmyndina að
geðlækninum Brynjólfi í bók Einars Más
Guðmundssonar, Englum Alheimsins,
frá 1993. Hvar Einar fjallar um veikan
bróður sinn á Kleppspítala og þá meðferð
og skilning sem veikindi hans hlutu þar.
Þessi frumkvöðull í mannúðlegri geðmeðferð,
--magnaður píanisti og gönguhrólfur--, var
Ólafur Jóhann Jónsson, sem lést í hárri
elli haustið 2017. Þegar séra Sigurður Árni,
minntist hans í Hallgrímskirkju við útförina
á Allraheilagramessu, talaði hann um að:

Ólafur hefði spilað sig inn í himininn. -
Ólafur er farinn inn í hina miklu tónstöð
himinsins. Þar eru næturljóð en líka dagljóð...

Í nýlegri bók Elísabetar Jökulsdóttur,
Aprílsólarkulda, lýsir hún reynslu sinni
af andlegum veikindum og þeim breytingum
sem urðu á dagsformi hennar og skynjun.
Fjallið sem var ávallt stöðugt en sjórinn
á hreyfingu, verður nú fjall á hreyfingu en
sjórinn í kyrrstöðu...
(Nú birtast raunar draumar í næturljóðum og
dagljóðum um fjöll á hreyfingu sem eru að
raungerast nánast á hverri klukkustund
á Reykjanesinu).

Mæta þarf einstaklingnum þar sem hann
er staddur hverju sinni; auðsýna góðvild.
Sorg og áföll, áhyggjur og svefnleysi,
hafa sett marga fram af bjargbrúninni;
ekki að ósekju að talað sé um brostin hjörtu.

Ólafur Jóhann var mörgum lærifaðir í fræðum
sem fagi og lék slíka læknislist af fingrum fram.
Nýlega kvaddi jarðvistina, nemandi hans og
starfsbróðir, Sigmundur Sigfússon, forstöðulæknir
geðlækninga um áratugaskeið við Sjúkrahúsið
á Akureyri, áður Fjórðungssjúkrahúsið - FSA.
Þeir deildu sýn á geðmeðferð; elskuðu tónlist
og magnþrungna náttúruna, blíða sem óblíða.
Megi þeir vinir fara blessaðir, ferðafélagar á
nýjum slóðum í dýrðarheimum hljómanna.

Báðir komu að uppbyggingu heildrænna geðmeðferða
og dagdeildarþjónustu á Akureyri fyrir andlega
þjakaða einstaklinga sem forsvarskona Skuggsjár
veitti forstöðu um árabil.
Var Sigmundur m.a. frumkvöðull að viðrun í áfallahjálp
og sorgarúrvinnslu og ötull talsmaður samtalsmeðferðar.
Trú þeirra félaga á mikilvægi svefns og drauma fyrir
líf og heilsu, ber vott mikillar framsýni í heilbrigðisfræðum.

Skuggsjá þakkar þessum mögnuðu mannvinum og
lærifeðrum alla tiltrú og stuðning.


#

Meira >>
 01.01.2021
  Í aldaheimi rís 2021 og draumar um réttlćti fyrir öll börn alls stađarNýtt ár er risið í aldaheimi og
vonandi færir það lausnir á margri
áþjáninni í veröldinni.
Vísindin efla alla dáð: það sannaðist
í tækluninni á kórónuveirunni og með
samstilltu átaki vísindamanna um heim
allan við þróun og gerð hentugs bóluefnis
á nýliðnu hamfaraári.

Árið 2021 er Ár friðar og trausts
manna og þjóða á meðal samkvæmt
markmiðum Sameinuðu þjóðanna--UNESCO.
Ár sjálfbærra hagkerfa og grænna
lausna, grænmetis og ávaxta. En ekki
síst Árið, sem er tileinkað afnámi barna-
þrælkunar um veröld víða.
Tökum árinu fagnandi og leggjum okkar
af mörkum til þess að stuðla að auknu
jafnvægi plánetunnar og réttlæti fyrir börn
í vinnuþrældómi, sem rænd hafa verið
bernsku sinni, möguleikum til heilbrigðs
vaxtar og þroska, menntatækifærum
og aðstöðu til að rækta manngildi sitt
og vera fjálsir þjóðfélagsþegnar í
heimkynnum sínum og í alheimsþorpinu.Vinnuþrælkun barna fyrirfinnst um allan
heim, og loks á allra síðustu árum hafa
þjóðir verið að vakna æ betur til vitundar
um þessi alvarlegu vinnuréttinda-og
mannréttindabrot og hafa sum lönd Asíu
eins og Indland til að mynda, sett á löggjöf
2016, sem bannar vinnu barna yngri en
14 ára að aldri.
Vesturlönd eru komin með slíka löggjöf
en spurningar þó hvort henni sé
framfylgt sem skyldi.
Afríka er sú heimsálfa þar sem flest börn
þurfa að sjá sér og/eða öðrum farboða,
eða eru hreinlega neydd til þrælknuarvinnu,
oft í löndum, sem eru illa hrjáð af stríðs-
rekstri, hnignun vistkerfa og innviða, rýrnun
landgæða og búferlaflutningum.
En samkvæmt eftirlitsstofnunum á borð
við ILO-Alþjóða Vinnumálastofnunina,
er talið, að a.m.k. 152 milljónir barna í
heiminum, um 64 millj. stúlkna og um
88 millj. drengja, neyðist til, eða séu neydd
til, að þræla fyrir lífsviðurværi fyrir smánarlaun,
föst í fátæktargildrum, iðulega til þess að auka
á auðsæld þeirra, sem skaffa sér vald yfir lífi
og limum annarra án þess að blikna.Í flatneskjuheimi rányrkjuauðhyggju,
þarf lítið út af að bregða, jafnvel hjá
velmegandi þjóðum, til þess að fólk
og börn lendi á vergangi og flosni upp.
Kórónuveiruplágan ætti að kenna
okkur meiri aðgát um þau gildi, sem
raunverulega skipta okkur máli og
eru til hagsbóta fyrir allt mannkyn.
Svo og dýralíf og gróður Jarðar.
Þrátt fyrir draumstola menningu/
ómenningu firrtra valdhafa og sam-
félaga víða, lifir draumurinn um
heimað, að eiga sitt heima, og er
öllum mönnum í brjósti borinn.
Virðum það og verndum, bæði
hér heima og úti í heimi og gætum
þess að halda áfram að láta okkur
dreyma og raungera vonardrauma
til handa öllum börnum alls staðar.
Að þau fái að vera börn og eigi sitt
örugga athvarf, sitt heima.


Mig er alltaf að
dreyma eitthvað

Mig dreymir um
að vera ég sjálfur

Mig dreymir um
að vera ekki
ég sjálfur

Mig dreymir um
að ég geti látið
mig dreyma

Mig dreymir um
betri heim

Mig dreymir um
annan heim

Mig dreymir heim(Gyrðir Elíasson, Draumar;
úr ljóðabókinni Draumstol;
Dimma, 2020).#


Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA