Forsíđa   
 01.01.2023
 Náttúran, vagga alls; elskum hiđ ókomna og biđjum um friđ


Náttúran, vagga alls og einnig gröf;

Þessi orð skáldsins Jóahnnesar úr
Kötlum, (1891-19721), koma í huga
á fyrsta degi nýs árs. Skáldsins sem
orti og skrifaði svo ötullega
og drengilega, líka fyrir börnin,
um svefn þeirra, vonir og drauma.
Hann nefndi fyrstu ljóðabækur
sínar eftir hendingum úr
gamalli barnagælu:



Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka,
ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.



.
Jóhannes var alinn upp á heiðarbýli
um 10 km. frá Ljárskógum í Dölum
sem nefndist Ljárskógarsel
og var á Gaflfelllslheiði.
Hann kenndi sig við ævinttýralegt
leiksvæði æskuslóðanna inni á
heiðinni,stutt frá ánni Fáskrúð
með sín fögru gil,stapa, hylji,
og gljúfur hvar laxar léku
glaðir: örnefnið Katlar er haft
um þennan töfraheim.



Hér á öldum áður á Ísalandi,
var farið til grasa: á grasafjall.
Góðu heilli er sá siður að ganga
í endurnýjun lífdaga.

Hógvær grös Jarðar, rætur,
fræ og korn, hafa íi gegnum
aldirnar, satt marga munna
og forðað hungri og er árið
2023 hjá Sameinuðu þjóðunum,
tileinkað hirsi, harðgerum
grastegundum með samheitið
millet-hirsi sem oft vaxa við frekar
ólífvænleg skilyrði og þurfa lítið
til sín eins og á þurrum gresjum
Afriku og víða í Asíu, s.s.
á Indlandi sem er stærsti
ræktandi og útflytjandi
hirsis í heiminum.

Kjörið í súpur, brauð og grauta,
barnamat og drykki; glútenlaust.
Að ótalinni notkun í dýrafóður.



Lítillætis og látleysis, ekki stórmennsku
og brjálæðis, er sannarlega þörf
í mannlegu samfélagi og á
veraldarvísu nú um stundir.
Höldum á vit hins ókunna
á nýju ári með bæn um frið fyrir
mannanna börn og allt ungviði
hvar sem er svo það megi
vaxa og dafna - sofa og dreyma
og eiga öruggt athvarf.

Jóhannes úr Kötlum orti um
friðinn, nánd og tengingar
í tíma og rúmi, hér og nú, 
þá og þar, var, er og verður,
í nýstárlegri Þulu frá Týli
í ljóðabók sinni Sjödægru sem
út kom hjá Heimskringlu 1955:



elskum hið ókomna
biðjum um frið
horfumst í augu
horfumstt í augu gegnum fjarlægðirnar
horfumst í augu gegnum aldirnar
biðjum um frið.



#
















Meira >>
 31.12.2022
 Ađ una viđ sitt í Ţórđargleđi samtímans



Þórðargleði, skemmdargleði,
skaðagleði - schadenfreude -,
er sú tilhneinging kölluð
að gleðjast yfir mistökum
og óförum annarra og viðhalda
síðan í orðræðu og umtali.
Nútími vor er undirlagður af
slíkri iðju og eiga þar fjölmiðlar
og samskiptamiðlar stóran
þátt. Og skila peninga-
maskínunni sínu og öfugt.




Hin fornu Hávamál töluðu
um að:öng er sótt verri
hveim snotrum manni
en sér engu að una.



Að una við sitt og fá frið
til þess og finna raunverulega
gleði í hinu daglega, er viss
kúnst íæ flóknari heimi fyrir
friðelskandi borgara, að ekki
sé mú talað um svæðin hvar
stríðsherrar reka fleyg inn
í líf venjulegs fólks, að þeim
óforspurðum, murka úr
þeim líf eða hrekja á flótta
úr heimkynnum sínum;
traðka á öllu sem mannlegt
getur talist.

Ná stríðsherrarnir nokkru
sinni að una við sitt með
stækkandi herfang og gróða?



Laskaður heimur lá vel
við höggi eftir kófið, að fá
yfir sig stríðsrekstur og
tilheyrandi hörmungar enda
ljóst að tækifærið var nýtt.

Kannski sofnuðum við
á verðinum, töldum okkur
trú um að við værum komin
lengra í mennskunni en
reyndist vera?

Ekki eina skýringin; sagan
sýnir að einn geðvilltur leiðtogi
með hirð um sig af sínum
líkum, nær að spilla friðnum,
og ræna fólk, þjóðir og þjóðar
-brot, friðnum til að una við sitt
en leita líka fram, vaxa og dafna.


Og nú um stundir eru ótrúlega
margir slíkir mannfjendur við
völd hvar sem litið er á
heimskringlunni.
Lygin sjaldnast langt undan.



Ef við sundurslítum lögin,
sundurslítum við líka friðinn:
hornsteinn samfélags okkar
við yzta haf.
Heimsins bíður nú það
verkefni að setja lög og
endurbæta alþjóðalög og
regluverk og endiurskoða
sögulega samninga.
Geópólitík og landfræðilegir
hagsmunir í alþjóðatengslum
ríkja á milli, er flókið úrlausnarefni
og óhjákvæmilegt.
Áskorun sem ekki verður
unnin nema með samstilltu
ataki, sögulegri innsýn,
deiglu,visku. Ekki yfirgangi,
óttta og sundrungu.




Hinum einstaka alþýðulistamanni,
Samúel Jónssyni, í Selárdal,
(1884-1969), varð gjarnan
að orði: homm og sei sei.
Mættum við fá frið til þess
að anda og vera til og gleðjast
í homm og sei, sei.
Landið er á sínum stað þessi
áramót í heimafirði listamannsins
með barnshjartað,
tignarlegum Arnarfirði
hvar Dynjandi í klakaböndum
stendur sína vakt að venju,
óhaggaður.


Við eigum hvert annað að,
munum það og verndum
og verjum, nú þegar árið
2022 er kvatt og nýtt ár
bíður okkar:



Veistu ef þú vin átt
þann er vel trúir
og vilt þú af honum gott geta.
Geði skaltu við þann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.


(Hávamál, 44. vísa).


#
 
Meira >>
 24.12.2022
 Friđur - fegurst jólaskart - og fólkiđ og Sundiđ í Brekkugötunni



Í uppvexti Bjargar, forsvarskonu Skuggsjár,
kynntist hún skáldinu sem kallað hefur
verið fylgdarmaður húmsins, Kristjáni
frá Djúpalæk á Langanesströnd
í Bakkafirði, (1916-1994).

Þannig hagaði til að eitt húsasund,
í daglegu tali nefnt Sundið, var á milli
æskuheimilis hennar og skrifstofu
Kristjáns í næsta húsi þar sem blaðið
sem hann ritstýrði, Verkamaðurinn,
var staðsett.


Sundið var fjölfarið og oft vettvangur
uppátækja og bernskubreka sem
þeir fullorðnu hentu gaman af.
Og þar hittust og tóku tal saman
hinir eldri og reyndari sem bjuggu
og/eða störfuðu í húsunum númer
3 og 5 að Brekkugötu í miðbæ Akureyrar
en númer 3 var æskuheimil Bjargar
og númer 5 vinnustaður Kristjáns.

Andstæðir pólar í pólitík skeggræddu
um landsins gagn og nauðsynjar
þegar þeir hittust í Sundinu.
Sumir að koma, aðrir að fara.
Þessi samskipti forkólfa verkalýðs-
baráttunnar og alls pólitíska litrófsins,
fóru ávallt vel fram og mikið gantast og
vísum hent fram. Gagnkvæm virðing
einkenndi þessi friðsamlegu samskipti;
Kristján með sína alpahúfu tottandi
pípuna kankvís.






Síðar átti Björgu eftir að dreyma
merkilegan tímamótadraum með
Sundið og húsin tvö í aðalhutverki:
einn af þessum svokölluðu stóru
draumum sem marka nýja áfanga
og oft óvænta, í lífshlaupinu.


Magnað hve nánasta umhverfið
hefur mikil áhrif og lifir með okkur
alla tíð eins og sálfræði nútímans
er æ meir að leggja áherslu á.
Og segir líka til sín í draumlífinu
líkt og annað sem hefur djúpa
og lifandi merkingu fyrir okkur.



Friður meðal manna heima og
heiman, er grundvöllur eðlilegrar
og heilbrigðar þróunar en ekki
sjálfgefinn. Um það vitna þær
stríðshörmungar sem nú ganga
yfir í samfélagi manna í okkar
heimsálfu, Evrópu,




Fylgdarmaður húmsins, er heiti
heildarverka Kristjáns frá Djúpalæk
sem kom út hjá Hólum árið 2007
í umsjón Ragnars Inga Aðalsteinssonar
og Þórðar Helgasonar.

Kristján orti mörg einstök kvæði
sem tengdust húmi og vetrartíð,
svefni og draumum, og jólum.
Eru Hin fyrstu jól eflaust þeirra
þekktust sem Ingibjörg Þorbergs
söng svo fallega og fjölmargir síðan.
Annað er Jólafriður en í einu erindi
þess segir svo:




Þá tekur kyrrð í veröld völd
þá verður hýtt og bjart.
Og friður nær og fjær á jörð
er fegurst jólaskart.



Gleðileg friðarjól!



#


Meira >>
 21.12.2022
 Vegurinn liggur til veralda ţinna...



Fögnuður á Vetrarsólstöðum
nú þegar lengsta nóttin er að baki
og stysti dagur ársins rennur fram;
sól stendur andartakið kyrr, hverfist
svo um sig á himinbaug.
Festingin hingað tll fengið að vera
í friði og enn á sínum stað:
vegur minn liggur til veralda þinna,
kvað listaskáldið góða.

Dag tekur að lengja á ný og það
birtir hænufetið sem reynist
samt býsna drjúgt.




Magnað að fljúga sjónflugi yfir
Fagradalshraun á þessum tíma-
mótum Náttúrunnar og berja
eldstorknaða svarta flákana í
Geldinagadölum og Merardölum
augum í mildri skammdegisbirtu
þessa sólstöðusíðdegis.
Maður þakkar bara pent.
Nýtt land í mótun og forvitnilegt
að fygjast með smáveru- og
plöntulífi setja sinn svip á það
með tíð og tíma.




Inn á milli hamfarafrétta fjölmiðla
og samskiptamiðla--sækjandi æ meir
í peningainnspýtingu frá ofsa og hatri--,
er gleðilegt að sjá jákvæðar frásagnir
eins og af notkun blóma í framleiðslu
á gervileðri - pleðri. Í stað þess
að sóa þeim og henda þó sölnuð séu.
Blóm,sem áður höfðu verið notuð til
þess að gleðja, í virðingarskyni eða
til lofgjörðar, fá nú nýtt hlutverk í
endurvinnslu og framleiðslu nýrrar
og skaðlausari afurðar.
Sýnir í leiðinnii hve hugvitið getur fleytt
okkur áfram til nýrra dáða og uppgötvana
án þess að valda lífríkinu skaða.
En á nokkrum áraugum hafa, illu heilli,
um 70% villtra dýra og plantna horfið
af sjónarsviðinu.

.
Blómin í allri sinni fegurð og lítillæti,
sigra hjörtun og veita vonarbirtu
líkt og biskupshatturinn eða
fjalldalafífillinn af rósaætt með
sín stóru og drjúpandi dumbrauðu
blóm á háum stöngl, nú í vetrardvala.
Rótin harðger og lifir af og var.notuð
bæði til nytja og lækninga hér áður,
hjálpleg við hita og kvefi sem herjar
á þessum árstíma - og mögulega
tll þess að brugga jólaölið!

Gjafmildi og seigla blómjurta á köldu
landi, lærdómsrík; fjalldalafífill hefur
fundist hæst eða í allt að 640-660
metra hæð til fjalla og dala hérlendis,
í Eyjafirði, ekki fjarri æskuslóðum
listaskáldsins góða.
Fyrr á öldum voru þessar slóðir
gjarnan kallaðar undiir Fjöllum.

Ekki að undra að mótunarár Jónasar
undir Fjöllum,að Hvassafelli og
Möðrufelli, setji svip sinn á
náttúruljóð hans og önnur skrif.
Hæglát sýn á festinguna á kyrrlátum
dögum við sólsetur, er honum
hugleikin; hann þýddi fjölmörg
gullfalleg ljóð líkt og Sólsetursljóð
enska skáldsins og konsúlsins,
G.P.R.James. Sólin, röðullinn,
mun rísa enn á ný og hresstur
snúa á himin:





Drag nú hið blásvarta,
blysum leiftranda
salartjald saman
yfir sæng þinni,
brosi boðandi,
að af beði munir
bráðlega hresstur
á himin snúa.




#
















 
Meira >>
Síđasta frétt  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA