Forsíđa   
 20.04.2025
 Egg í draumum páska - og fegurđin ein



Egg eru tákn nýs lífs, 
upprisu og endurfæðingar
um veröld víða, fyrr og nú.
Og páskaeggin, sannkallaður 
vorboði fyrir börn á öllum
aldri hér á landinu kalda.




Í draumfræðum er eggið
tákn innra sjálfs: sálarinnar
og andlegrar umbreytingar.
Minnir á hringrás tíma
og sköpunar. 
Frjósemistákn.



Draumar af eggjum eru
mun algengari en menn
halda; leitir á Google
skipta þúsundum.
Í túlkun skiptir máli
hvort eggið sé nýtt 
og óbrotið t.a.m.; 
skrautlega máluð egg 
eða vel skreytt, talin
vísa á vinafagnað.

Egg í draumi viðkomandi
geta annað tveggja birst 
honum á tímamótum
á lífsleiðinni sem tákn um 
að nýtt og bjartara tímabil
sé að hefjast, eða að eggið
geymi leyndardóma sem
muni birtast dreymanda;
að hann uppgötvi leynda
hæfileika sína eða sjái nýja
möguleika.




Páskar eru tími upprisunnar
í bæði eiginlegum og 
óeiginlegum skilningi.
Kyrravika - Dymbilvika
að baki.
Megi tími íhugunar og 
hvildar skila okkur
auknu heimsljósi.
Bjartari sýn og endurnýjaðri
tengingu við landið, okkar
innri mann og samferðafólk.



Ljósvíkingurinn og skáldið
Ólafur Kárason, lýsir
leit sinni á mörkum heima
og síðan upprisu á Páskum
eftirfarandi:




Þar sem jökulinn 
ber við loft,
hættir landið 
að vera jarðneskt,
en jörðin fær hlutdeild 
í himninum,
þar búa ekki framar 
neinar sorgir
og þessvegna er 
gleðin ekki nauðsynleg.
Þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.



(Halldór Laxnes; Heimsljós;
Vaka-Helgafell, 1955).


#
Meira >>
 20.03.2025
 Vorjafndćgrin sem gleymdust...



Talandi um hávaðann í
menningu okkar:
það að vorjafndægur séu
í dag, gleymdist alveg
í æsifréttum dagsins!

Brauð og leikar;
þegar aðeins ein hlið 
máls er kynnt og poppuð
upp eins og um gamanmál 
sé að ræða. Til hvers?
Þetta klæðir okkur illa hér
á litla Skerinu og ættum
að láta af slíkri ómenningu
og niðurrifi í okkar litla
samfélagi.

Hugmyndin um friðhelgi 
manns og náttúru er áleitin
og finnur sinn farveg
sama hvað.




Draumur af Zebrahesti í
Vaðlaheiði, (nálægt pólitískt
umdeildri framkvæmd,
Vaðlaheiðargöngum), 
birtist í draumheimi nætur. 
Draumráðningar taka
mið af hvort zebrahesturinn
hafi verið rór eða æstur.
Já, kannski var þetta fyrirboða
draumur fyrir daglátum
sem raskaði allri reglu
og skapaði óróa.
En til hvers? 
Skapa meiri glundroða?
Friðhelgi margra að veði.

Yfirleitt er Zebrahestur
í draumi, talinn fyrir góðu,
vísar á jafnvægi og samræmi
ef hann unir glaður við sitt
en ef ókyrr, fyrir óvæntri 
ókyrrð, jafnvel skaða...

Birtist heldur ekki si sona
í Vaðlaheiði þegar vetur
kveður og vor heilsar.



Nýr tími í kortum Náttúrunnar;
sama hvað, hún heldur sína rás.
Barátta er í eðli lífsins, líka
sama hvað - og nú er tími
baráttunnar upprunnin þrátt
fyrir að ítrekað sé traðkað á
friðhelgi og rétti manns og
annars og reglubókinni hent
heima sem heiman.

Áfram skal haldið...


#


Meira >>
 27.02.2025
 Merkingarbćr reynsla í hégómans heimi



Stundum er sagt að manneskjan
sé merkingarleitandi vera.
Þessa sér stað á öllum tímum.

En sjálfvirk heimsmenning
hégómleikans er býsna
hávær og frek á tíma
okkar og athygli.

Þetta á líka við um draumana.
Þegar kemur að merkingar-
bærri draumreynslu sem
gefur endurnýjaða von
og kraft til þess að takast
á við dagana, er skjátíminn
fyrir svefn og bláa ljósið,
farið að lita draumheiminn,
og jafnvel valda svefntruflunum 
og martröðum. Myndefnið
oft ógnvekjandi eða togar
i hjartastrengina um of uppá
að djúp hvíld og slökun verði.

Draumar eru ekki sjálfvirkir
og verða seint heilandi og
nærandi án atbeina og ábyrgðar
dreymandans á eigin lífi
og heilsu.



Nú er 6 vikna trúarhátíð
Indverja lokið og helg nótt 
Shiva og Parvati að baki,
hin svokallaða MahaShivratri.
Hér í Eyjafirði var gærkvöldið
geysifagurt, skír stjörnuhiminn
og dansandi Norðurljós.

Mesta fjölmenni sem
komið hefur saman á
jarðriki, eða um 633 milljónir
manna sóttu heim
Maha Kumbh Mela,
þær 6 vikur sem þessi
helsta trúarhátið Indverja
stóð yfir!
Miðað við þennan griðarlega
mannfjölda, er mikil gæfa
að vel skipulögð hátín virðist 
að mestu hafa farið fram 
án óhæfuverka, glæpa, 
mannrána og þjófnaða.




Indverjar eru nú fjölmennasta
þjóð heims um 1.4 milljarðar.
Mikill uppgangur á flestum
sviðum en vissulega sama
misskipting auðs og svo víða.
Í rauninni glóir gull í
orðsins fyllstu á mörgum!
Talið er að um milljarður
íbúa eigi lítið sem ekkert
eyðslufé; enn er t.a.m. óljóst
hve stór hluti gesta á Maha
Kumbh Mela var erlendur.

En margir Indverjar safna
áratugum saman fyrir 
pílagrímaferð á helga
staði. Draumurinn er að
komast þó ekki sé nema 
einu sinni á ævinni til þess
að votta guðum og gyðjum
virðingu sína, tilbiðja í
von um að öðlast 
merkingarbæra og 
djúpa andlega reynslu.

Hvað þá baða sig í Ganges,
helgustu ánni og hreinsa sig
af syndum og öllu illu.
Þess má þó minnast
að jafnvel þó Ganges hafi
með lögum árið 2017, öðlast
réttarstöðu sem sjálfstæð persóna,
er hún enn geysilega menguð
og ekki virt að verðleikum.
En nú á að að gera stórt
átak um hreinsun hennar
og gengur það vonandi eftir.


Og svo er það sjálfvirk tæknin:
byrjuð að smeygja sér inn
í vöku og svefn óbeðin
eins og CoPIlot núna við 
ritun þessa pistils!
Minnir á tímamótamynd
Ridley Scott frá 1982,
Blade Runner og spurninguna
um það hvort vélmennin
dreymi rafkindur?


#
Meira >>
 14.01.2025
 Kjölfestan i voninni og himinstjörnur á indverskri trúarhátíđ



Á nýju ári þegar ný 
vegferð hefst, er 
kjölfestan i voninni, 
öllum mikilvæg.
Margir eru vegalausir
um veröld víða og þörfin
fyrir fæði, klæði og 
húsaskjól hrópandi brýn.

Allir þurfa að eiga sitt heima.
Og í því samhengi ekki
að undra að draumar
af húsi/húsum eru einna
algengustu draumarnir
sem greinast í rannsóknum
draumfræðinga víða um heim.



Skáldið Steinn Steinarr, 
(1908-1958), talar um leitina 
sem öllum er í blóð borin, 
leitina að finna sér stað
í tilverunni, í ljóðabálki sínum,
Tíminn og Vatnið. Segir svo
í númer 7:


Himininn rignir mér
gagnsæjum teningum
yfir hrapandi jörð.

Dagseldur, ljós,
í kyrrstæðum ótta
gegnum engil hraðans,
eins og gler.



Á fullu tungli gærdagsins,
hófst afar merkileg 
uppröðun plánetanna 
sem ekki hefur orðið
í 144 ár. Alls 6 plánetur
munu nú raðast upp í línu
að virðist og Merkúr sú sjöunda
kemur svo inn í uppröðunina
í kringum 25. janúar.
Tungl skín skært og Venus
og Mars ásamt Júpíter
sjást vel; Úranus, Neptúnus
og Satúrnus í daufara skini.




Í gær hófst stærsta trúarhátíð
Indverja--Maha Kumbh Mela--
nálægt hinni ævafornu borg,
Kashi eða Varanasi í Uttar
Pradesh fylki á NA Indlandi.
Hátíðin er haldin á 12 ára fresti
og tengist hringrás Júpíters
um sólu og hverfingu sjávar.
En í þeirri umbyltingu, töldu
Forn-Indverjar að raunveruleg 
dýrmæti og ódáinsveigar/nektar,
kynnu að verða guðunum
aðgengilegar. 
Talandi um hafið og gersemar 
þess, má minna á að vel lagaðar
perlur úr ostruskel, finnast einungis
í 3 til 4 skejum af 3 tonnum!

Hátíðin er nú haldin í bænum
Prayagraj á ármótum þriggja
helgustu áa Indlands, Ganges
og Yammuna og hinnar
ósýnilegu og goðsagnakenndu
Saraswati ár sem kennd er
við samnefnda gyðju mennta,
menningar og lista, eiginkonu 
himnaguðsins Brahma, æðsta
guðs og skapara alls sem er.

Búist er við hundruðum milljóna
þegar líður á hátíðina sem
munu baða sig í ármótunum og
biðja fyrir helgun og hreinsun.
Hátíðin stendur í 45 daga og 
mun ljúka á helgustu nótt Hindúa,
Maha Shivratri þann 26. febrúar,
kennd við höfuðguðinn Shiva
og konu hans, móðurgyðjuna
Parvati.
Shiva, guð eilífrar hringrásar 
lífs og dauða, sköpunar og 
eyðingar. Og Parvati, gyðja orku,
kærleika, tilbeiðslu og fæðu.

Mannfjöldinn er slíkur að hann
sést utan úr geimnum!
Reynt er að sjá til þess að 
engan skorti fæði á Kumbh Mela
og hafa ýmis gjöful fyrirtæki
landsins og hreyfingar Hindúa
víða um heim, s.s. Hare Krishna
hreyfingin, gefið fríar daglegar 
máltíðir, veitt margvíslega 
þjónustu og lýst upp mótsvæðið
sem er á við 4 þúsund 
fótboltavelli!




Fók er að koma saman
til þess að tigna Guð eða
guði sína og beina sjónum
bæði innávið og útávið.
Að ótöldu því að eiga samfélag
við aðra en eitt af því sem
hefur einkennt Hindúa og
átt sinn þátt í lífsgleði þeirra
og bjargfastri von um 
merkingu og tilgang, er sterk 
samfélagskennd þeirra í
gegnum súrt og sætt, bæði
heima og heiman:
að tileyra hópi, samfélagi.




Ein himnagyðja Hindúasiðar
er Bhuvaneshwari, gyðja
geimsins og óendanlegra
möguleika. Hún er jafnframt
talin ein birtingarmynd Parvati.
Að dvelja í kyrrð og hæglæti 
og hefja augu sín til himins;
horfa líka með innri sjónum
og upplifa alheimsrýmið í öllu:
einfalt en árangursríkt ef við
bara brjótum odd af oflæti
okkar og meðtökum gjafir
gyðjunnar, myndu eflaust
margir segja sem nú sækja
Maha Kumbh Mela heim:

Om HreemShreemKleem 
Bhuvaneshwari Namaha

Hvað sem líður, mun þessi
fjölmennasta trúarhátíð
heims sem jafnframt er
friðarhátíð, marka söguleg 
spor sem vonandi verða 
til að mannfólkið læri
betur að greina á milli
raunverulegra verðmæta
og gerviverðmæta og 
standa vörð um það sem
raunverulega skiptir okkur
öll máli.

En jafnvel þó Guð sé til/
væri til, og ekta eilífur sannleiki,
sýnir sagan að minnið
um Guð er útsett fyrir
hættuna á að Guð verði 
nýttur í ógöfugum tilgangi
meinlegra afla og fjandsamlegra
valdsmanna. Vilja vera guðir...



Sofa vængbláar hálfnætur
í þakskeggi mánans,
koma mannstjörnur,
koma stjarnmenn,
koma syfjuð vötn.


Kemur allt,
kemur ekkert,
gróið bylgjandi maurildum,
eins og Guð.

Guð.


(Steinn Steinarr. Tíminn og Vatnið.
Helgafell, 1948).


#







Meira >>
1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13  14  15  16  17  18  19  20  21  22  23  24  25  26  27  28  29  30  31  32  33  34  35  36  37  38  39  40  41  42  43  44  45  46  47  48  49  50  51  52  53  54  55  56  57  58  59  60  61  62  63  64  65  66  67  68  69  70  Næsta frétt 
© 2007 Draumasetriđ Skuggsjá Hönnun Design EuropA